Quantcast
Channel: Sensa ehf.
Viewing all articles
Browse latest Browse all 81

Hvar ertu í stafrænu vegferðinni?

$
0
0

Vinnustaðir eru komnir mislangt í sinni stafrænu vegferð þar sem tækniskuld er mismikil, starfsfólk er mis móttækilegt fyrir breytingum, þarfir starfsmanna og fyrirtækja ólíkar og ferlar og yfirsýn misgóð.  

Stafrænar umbætur eru stöðugt ferli sem krefst endurmats og aðlögunar þegar ný tækni kemur fram. Þetta getur haft áhrif á hvernig fyrirtæki forgangsraða verkefnum og ferlum. Góð dæmi um þetta eru gervigreind og sjálfbærni, sem kallar á að fyrirtæki endurmeti ferla sína til að nýta nýja möguleika sem þessi tækni býður upp á. 

 

Hvar er best að byrja? 

Þegar kemur að stafrænum umbótum er af nógu að taka. Spurningin er því hvar skal byrja og hvar mesti ávinningurinn skapast.  

  • Eru það umbætur á vefverslun til að halda í eða auka tekjur? 
  • Að bæta þjónustu við viðskiptavini? 
  • Að taka mannshöndina úr óskilvirkum ferlum til að lækka kostnað? 
  • Að auka starfsánægju? 
  • Að fá betri innsýn í reksturinn með skýrslum? 
  • Eða er það að fara í kerfislegar umbætur til að auka gæði og minnka áhættur í rekstri?A cartoon of a person running with gears Description automatically generated 

Þegar stafræn vegferð hefst og þekking byrjar að myndast, verða næstu verkefni auðveldari 

 

Það er ekki óalgengt að fyrstu stafrænu umbótarverkefnin skili mestum ávinningi, en eftir að líður á vegferðina verður forgangsröðun sífellt mikilvægari til að næstu verkefni skili ávinningi. Þar skiptir greining og umfangsmat mestu máli til að hægt sé að taka góðar ákvarðanir. 

 

Stafrænar umbætur á vinnustað 

Ímyndaðu þér að þú vinnir á vinnustað þar sem allir fyrirtækjaferlar eru óaðfinnanlegir, flestir verkferlar eru sjálfvirkir, upplýsingagjöf er framúrskarandi og starfsfólk er laust undan pressunni sem fylgir því að ýta á eftir brothættum ferlum. 

 

Það er ekki erfitt að ímynda sér að þessi framtíðarsýn stuðli að hagræðingu, hærri gæðum auk aukinnar ánægju starfsmanna og viðskiptavina. 

 

Það er mikilvægt að minnast á að vinnustaðamenning spilar stórt hlutverk í að ná fram ávinningi stafrænna umbóta. Með því að efla þáttöku starfsmanna og að þeir hafi greiða leið að setja sitt mark á vegferðina er t.d. hægt að stuðla að því að stafrænar umbætur verði órjúfanlegur hluti af vinnustaðarmenningunni og daglegum verkefnum starfsmanna. 

A group of colorful blocks Description automatically generated with medium confidence 

Endurmat á ákvörðunum 

 

Að setja sér stefnu í stafrænum umbótum er mikilvægt framfaraskref og opnar á nýja möguleika. Ný stefna kallar á endurskoðun ákvarðana sem hafa verið teknar og að þær séu endurmetnar í samhengi stafrænna umbóta. 

 

Innleiðing á stafrænum umbótum ásamt vel útfærði stefnu er lykilatriði til að fyrirtæki nái að auka samkeppnishæfni sína og skilvirkni í rekstri. Lykilatriðin hafa þ.a.m. í för með sér aukna framleiðni starfsmanna, hagræðingu og straumlínulagaðan rekstur.  

 

A cartoon of a ladder and a ladder Description automatically generated with medium confidence 
Þegar markmiðum og kerfum er blandað saman þá næst árangur / @visualsbymelodie 

 

Með því að nota tæknina til umbóta er hægt að samræma markmið og stefnur vinnustaðarins þ.á.m. til að auka sjálfbærni og að auka samkeppnishæfni til lengri tíma. Þessum markmiðum er náð með því að hámarka nýtingu auðlinda og þar með stuðla að áframhaldandi vexti. 

 

Framtíðarsýn 

Að mörgu leyti er framtíðarsýn stafrænna umbóta að verða að veruleika og ávinningur hennar byrjaður að skila sér hjá mörgum fyrirtækjum. Það þýðir samt ekki að áskoranirnar séu ekki til staðar þegar kemur að innleiðingum stafrænna umbóta og, að aðferðir gærdagsins duga kannski skammt við það sem morgundagurinn krefst.  Með því að setja sér stefnu, tileinka sér nýja tækni og vera í stöðugri endurskoðun við nálganir sínar, er hægt að brjóta niður gamlar hugmyndir með nýjum sem auka hagræðingu, gæði og ánægju starfsfólks sem er svo sannarlega þess virði.


Hvernig getur Sensa hjálpað?

Sensa hefur áralanga reynslu í að aðstoða fyrirtæki í sinni stafrænu vegferð. Með því að styðja við viðskiptavini okkar getum við greint ferla og metið hvar mesti ávinningurinn liggur og unnið samhliða verkefni í stafrænum umbótum sem leiða til framfara.   

Ef þú vilt auka samkeppnishæfni, skilvirkni í rekstri og nýta tækifærin sem stafrænar umbætur bjóða upp á, þá er Sensa rétti samstarfsaðilinn.  Teymi Stafrænna lausna tekur verkefnið áfram með þér. 

Hafðu samband við ráðgjafa Sensa til að hefja stafrænt ferðalag með okkur og við skoðum í kjölfarið hvernig við náum ykkar markmiðum. 

The post Hvar ertu í stafrænu vegferðinni? appeared first on Sensa ehf..


Viewing all articles
Browse latest Browse all 81